Hvernig leita ég?
Þegar vísað er í vefinn í bókinni STÆ103 á bls. 38 með reiknivélatákni er
hægt á fljótvirkan hátt að leita uppi þann stað á vefsíðunni með því að
velja Reiknivél í flettiglugganum, rita síðan 103 í vinstri gluggann og
38 í hægri gluggann og styðja því næst á Leita. Þá birtist
efst á síðunni leiðbeiningar um notkun reiknivélar sem varðar dæmið á bls.
38.
Ef vísað er á vefinn í bókinni STÆ403 á bls. 71 með með veftákni eða tákni
rammagreinar er valinn Vefur eða rammi í flettiglugganum, ritað 403 í
vinstri glugga og 71 í hægri glugga og stutt á leitarhnappinn. Þá
birtist á skjánum annað hvort ítarefni eða nemendaverkefni sem vísað var í á bls.
71.
Ef rangt síðutal er ritað opnast upphafsleiðbeiningar viðeigandi atriðis.
Leitin byggir á javaforriti fyrir Internet Explorer og Netscape.