18.03.2001-24.03.2001


Eitt hundrað opinberir starfsmenn sóttu ráðstefnu.  Stólum var raðað í rétthyrning þannig að um var að ræða 10 raðir með 10 stólum hver.  Ráðstefnan hófst ekki á réttum tíma og starfsmennirnir fóru að ræða sín á milli um laun sín.  Ef opinber starfsmaður uppgötvaði, að ekki fleiri en einn nágranna hans sem sátu til vinstri, hægri, framan, aftan eða á hornalínu (samtals 8), hafði hærri laun en hann sjálfur, þá taldi hann sig vel launaðan.  Hver er mesti hugsanlegi fjöldi opinbera starfsmanna á ráðstefnunni sem telja sig vel launaða?