22.10.2000-28.10.2000


Á skóladansleik dönsuðu stúlkur einungis við pilta.  Að dansleiknum loknum voru allar stúlkurnar og piltarnir spurð hve mörg lög þau hefðu dansað.  Sex svöruðu að þau hefðu dansað þrjú lög, ein(n) dansaði 5 lög, fjögur dönsuðu 6 lög og ein(n) dansaði 9 lög. 
Sýnið fram á að ekki geti öll svörin verið rétt.