31.12.2000-06.01.2001


Á myndinni eru gefnir tveir rétthyrningar, 1 x 8 og 10 x 10 fermetrar.  Með einum samfelldum skurði skal skera þá í parta, sem raða má saman í 12 x 9 rétthyrning, þ.e. rétthyrning með hliðarnar 12 metra og 9 metra.  Skurðurinn má ekki slitna eða fara út fyrir myndina, en gjarnan breyta um stefnu eins og þörf krefur.