05.11.2000-11.11.2000 - lausn


Hugsum okkur að fjöldi stjörnufræðinga sé meiri en stjörnuspekinga.  Þá getur fjöldi stjörnufræðinga ekki verið minni en 51 og fjöldi stjörnuspekinga ekki meiri en 49.  Þar með hefur a.m.k. einn stjörnufræðingur svarað spurningunni og sagt stjörnufræðinga vera fjölmennari, sem stenst ekki.  Hugsum okkur þá stjörnuspekinga vera fjölmennari.  Á sama hátt hefur þá a.m.k. einn stjörnuspekingur svarað spurningunni og sagt stjörnufræðinga vera fjölmennari, sem stenst heldur ekki.  Því hljóta 50 stjörnufræðingar og 50 stjörnuspekingar að hafa sótt ráðstefnuna.