12.11.2000-18.11.2000 - lausn


121100.gif (1560 bytes)                                   l121100.gif (2071 bytes)

Sá sem leikur öðrum leik getur unnið með því að nota eftirfarandi samhverfuaðgerð:  ferningnum er skipt í tvo jafn stóra hluta (t.d. með láréttu striki) og sérhver leikur þess sem fyrstur litar er endurtekinn í hinum helmingi ferningsins, þ.e.a.s. sá sem leikur öðrum leik litar ætíð einingaferning með sama númeri og einingferningurinn sem síðast var litaður af þeim sem hóf leik (sjá mynd).  Þessi aðferð tryggir honum vinning því ef hann lyki við að lita 2×2 ferning með tölum a, b, c og d þá væri hinn nemandinn þegar búinn að lita samsvarandi 2×2 ferning með þessum tölum.  Því væri búið að lita 7 af þessum 8 einingaferningum áður en hann léki sínum leik og þeir innihalda ætíð 2×2 ferning.