22.10.2000-28.10.2000 - lausn


Gerum ráð fyrir að sá sem sagðist hafa dansað 5 lög hafi verið piltur.  Þá dansaði hver stúlka 3, 6 eða 9 lög, þannig að fjöldi dansa þeirra er deilanlegur með 3.  En í hvert sinn sem stúlka dansaði, þá dansaði einnig piltur (við hana).  Því er fjöldi dansa piltanna einnig deilanlegur með 3.  En fjöldi dansa í heild (pilta og stúlkna) er 6·3 + 1·5 + 4·6 + 1·9 = 56 og helmingur þeirra, þ.e. 28,  var dansaður af stúlkum.  En nú er 28 ekki deilanleg með 3 þannig að einhver hefur sagt rangt til um fjöldann.  Sambærileg rök leiða til sömu niðurstöðu ef gert er ráð fyrir að stúlka hafi dansað lögin 5.