2. þraut framhaldsskólanema (10.9.2000)

Um endanlegt punktamengi, M, er gefið að punktar þess liggja ekki allir á sömu línu. 
Sanna skal að í M finnist tveir slíkir punktar, að línan gegn um þá innihaldi ekki aðra punkta úr M en þessa tvo.

(Þessi þraut er komin úr smiðju hins merka ungverska stærðfræðings Paul Erdös.)