16.09.2001-22.09.2001 - lausn


Svarið er 328p.

Í hvert sinn sem þríhyrningurinn veltur situr hornpunkturinn lengst til hægri fastur.  Við fyrstu veltu flyst punkturinn A því eftir hring með miðju í C og radíus 6.  Hliðin CA snýst um 120° og vegalengdin sem A fer er þá þriðjungur hringsins eða 4p.  Í næstu veltu flyst A aftur eftir hring með radíus 6, nú með miðju í B.  Vegalengdin er aftur 4p.  Í næstu veltu situr A fastur og eftir hana er staða innbyrðis afstaða punktanna sú sama og í byrjun.  Þetta merkir að A fer vegalengdina 8p við hverjar þrjár veltur.  Nú er 123 = 41·3 og þar með er heildarvegalengdin sem A fer 41·8p = 328p.