Stæ       Bls
  



Hvernig leita ég ?
_____








© Tölvunot


Samhliða útgáfu kennslubóka í stærðfræði fyrir framhaldsskólanemendur ákváðum við að búa til vef sem þjónar nemendum þeim og kennurum sem nota bækurnar.  Nú má telja víst að nemendur og kennarar hafi greiðan aðgang að netinu og þar með þeim mikla sjóði upplýsinga sem þar er að finna.  Þær upplýsingar eru hins vegar ekki ætíð auðfundnar, og er ætlunin með þessum vef m.a. að koma þar að nokkru liði hvað stærðfræðinni viðvíkur.   Að auki er að finna á honum ýmislegt sem að gagni má koma við notkun og kennslu bókanna, svo sem ítarefni, svör verkefna, nemendaverkefni, sjálfspróf, sýnipróf, þrautir, söguþættir, kennsla í notkun reiknivéla og leiðréttingar auk tengla í áhugaverðar stærðfræðisíður.   Efni vefjarins er flokkað m.t.t. þessa svo sem hnapparnir hér að ofan benda til.  Að auki er hægt á fljótvirkan hátt að finna á vefnum efni sem vísað er til í einhverri bókanna með aðstoð leitarhnappsins hér til hliðar.  
Rétt er að taka fram, að gerð vefjarins er fjarri því lokið, og verður aldrei eðlis hans vegna.  Ætlunin er að gefa út bókaflokkinn næstu árin og mun vefurinn vaxa um leið þar sem ætlunin með honum er að þjóna öllum bókum flokksins.  Von okkar er að hann nýtist nemendum og kennurum í námi og kennslu.  
Nú þegar hafa eftirtaldar bækur komið út:
STÆ 103 (ágúst 2000), STÆ 203 (desember 2000), STÆ 303 (ágúst 2001), STÆ 403 (desember 2001),
STÆ 503 (ágúst 2002) og STÆ 603 (desember 2002).  
Alls mun flokkurinn spanna 10 bækur sem verða í samræmi við gildandi námskrá og ná yfir nánast
alla kennda stærðfræðiáfanga í framhaldsskólum landsins.  Bækurnar (auk eldri bóka og glærusafna) má panta með hnappnum Bókapöntun hér til hliðar..

Jón Hafsteinn Jónsson, Níels Karlsson, Stefán G. Jónsson

Okkar efni á vefnum er höfundaverndað og eingöngu til nota fyrir þá nemendur og kennara sem nota okkar kennslubækur í námi og kennslu.